Velkominn kæri byrjandi.


Hér að neðan eru nokkrir punktar sem vonandi hjálpa þér af stað.


Hvað get ég gert í herminum?

Það eru mjög fjölbreyttir möguleikar í boði. En í grunninn má skipta möguleikunum niður í þrjá flokka:


  • Æfingar (practice) - Í þessum flokki er til dæmis autt æfingasvæði (driving range) þar sem þú getur slegið golfkúlur út á tún og fengið mjög fjölbreyttar upplýsingar um hvert högg. Hraða kylfunnar, hraða kúlunnar, lengd höggs, feril o.s.frv.


  • Spila velli (courses) - Hér velurðu bara hvaða völl þú vilt spila, skráir inn leikmenn og passar þig að skrá kyn og teig. Hægt er að velja flesta frægustu golfvelli heims sem hafa allir verið skannaðir inn með mikilli nákvæmni svo þú getir upplifað þá, hér í Golfstöðinni.


  • Leikir (games) - Þessi flokkur er ótrúlega skemmtilegur og hleypir heldur betur fjölbreytni í golfið. Sem dæmi um möguleika er "Closest to pin", sem snýst um að taka teighögg á par 3 holu og keppa í nándarkeppni. Svo er það leikurinn "Capture the flag" sem snýst um að keppa við félagann um hvor nær að "eigna" sér sem flestar holur með því að eiga höggið sem endar næst hverju flaggi. Þar er einn teigur en margar flatir sem þú getur valið úr að miða á. Svo er það "Bullseye" sem er svipaður Closest to pin nema með aðeins ævintýralegri blæ.
Share by: