Hóptímar


Í golfstöðinni eru fjölbreyttir hóptímar fyrir golfara á öllum getustigum hvort sem er líkamlega eða í golfinu. Hér að neðan er tímatafla sumarið 2025 og fyrir neðan hana má sjá kynningu á tímunum og þar ættir þú að geta áttað þig á því hvað hentar þér.

 

Golfstyrkur

Golfstyrkur er hópur fyrir golfara sem vilja vinna í öllum líkamlegum þáttum sem við koma golfinu. Styrktaræfingar, þol, liðleiki, meiðslaforvarnir og sprengikraftur í skemmtilegri blöndu. Æfingarnar eru þróaðar í kringum TPI greiningarkerfið og mælingar og persónulegar bætingar eru alltaf hvatinn í æfingunum. Þetta kerfi hentar golfurum á öllum getustigum vegna þess að æfingarnar eru skalanlegar eftir getustigi hvers og eins.

Æfingatímar eru settir niður til að henta sem flestum og það má velja sér 3 tíma vikunnar til að mæta í eftir hentugleika ( 2 tímar yfir sumartímann). Æfingatíminn er alltaf 1 klst en æfingin getur tekið 30-60 mínútur þannig að þú mátt mæta kl 12:30 í hádegistímann ef þannig stendur á!

Skrá mig í Golfstyrk

 

Golfstyrkur 60+ 

Eins og nafnið gefur til kynna er þetta hópur sem er sérstaklega sniðinn að eldri en 60 ára einstaklingum. Fjölbreyttar æfingar fyrir fólk af öllum getustigum í golfinu en æfingar eru settar saman til þess að henta eldra fólki og vinna í þáttum sem þau þurfa frekar að sinna en þeir sem yngri eru. Það er t.d. meira um jafnvægisæfingar og liðleikaæfingar og unnið sérstaklega í svæðum sem eiga til að stífna með hækkandi aldri, axlir, bak og mjaðmir fá sérstaka ahygli. Það er hægt að mæta með sjúkraþjálfunarbeiðni í þessa hóptíma.

 

Aðrir tímar?

Ert þú með tillögu að nýjum tímum? Ef þú ert með vinahóp, golfhóp, vinnustað eða annan hóp sem hefði áhuga á að eiga fasta tíma í líkamsrækt með þjálfara þá skaltu endilega senda línu á golfstodin@golfstodin.is og sjá hvað við getum gert.