Umsagnir - Golfstyrkur

 

Úlfar Jónsson - 6x íslandsmeistari 

Ég fór í TPI mælingu hjá Bjarna sem í kjölfarið útbjó sérhæft æfingaplan fyrir mig. Markmiðin hjá mér voru að auka styrk og liðleika til að slá lengra og ég hef bætt sveifluhraðann úr ca 100 í 108mph! Bjarni er snillingur, mæli með honum alla leið!

 

Óskar Bjarni Ingason - fgj 3,3 - árg 1969

Það er búið að vera frábært í vetur í Golfstyrk, góður mórall.

Ég tel mig hafa bætt mig, styrktarlega og að koma í veg fyrir frekari meiðsli.

Allir á mínum aldri hafa gott af svona þjálfun.

Best við námskeiðið er valið um tímana. Svo er þetta hópeinkaþjálfun, það fá allir fulla athygli.

 

Karl Gústaf Davíðsson - fgj 27 - árg 1977

Það er búið að vera mjög gaman í golfstyrk í vetur.

Engin spurning að liðkanir á þessum stífa skrokk mínum hafa skilað sér. Ég sá það vel þegar ég var úti á Spáni í janúar í golfi, lenging á höggum betra jafnvægi og styrkur. Ég mæli allveg hiklaust með golfstyrknum, flottar liðkanir, styrkur og frábær kennari líka. Æfingarnar eru einfaldar og bæta styrk, liðleika og úthald.

 

Einar Brandsson - fgj 15,3 - árg 1993

Golstyrkurinn er mjög fínn. Gott að geta mætt á æfingu og fengið lista af fjölbreyttum æfingum til að gera. Ég hef bætt mig helling, ég sé það bæði á sveifluhraða og daglegu lífi að ég er orðinn sterkari og liðugri.

Það góða við þetta er að þetta eru hreyfingar og lyftingar sem að búa til liðleika og aðgengi að hreyfingum sem maður gat ekki gert áður. Ég sé hellings mun á snúningnum mínum í gegnum sveifluna.

Fjöldi mögulegra tíma er mjög þægilegt, gott að geta mætt þegar manni hentar svona nánast.

 

Sæmundur Helgason - 23,7 - árg 1971

Ég hafði mjög gott af líkamsræktinni og gaman af því að hitta nýja ræktarfélaga. Ég hef bætt líkamlegan styrk og geðheilsu til muna.

Golfarar sem komnir eru á minn aldur 50+ ættu að nota hvert tækifæri til að styrkja líkamann. Og æfingarnar eru alhliða, bæði styrkur og teygjur.

Það besta við uppsetningu námskeiðsins er að þær henta mér vel í tíma. Svo er mætingin mjög sveigjanleg, gott að geta komið fyrr og hætt þá þeim mun seinna 😊

Eitt enn, það er mjög gott að hafa góðan sjúkraþjálfara á kantinum í hverjum tíma, til að einstaklingsmiða fjölbreyttar æfingarnar.

 

Ottó Freyr Birgisson - fgj 6 - árg 1982

Ég byrjaði hjá Bjarna í byrjun október vegna krónískra bakverkja. Núna um áramótin spilaði ég golf í fyrsta skipti verkjalaus í þrjú ár. Áhersla Bjarna á skipulagðar æfingar hafa hjálpað mér að líða betur.

 

Jóhann Pétur Guðjónsson - fgj 6,2 - árg 1971

Ég fór til Bjarna því ég hafði heyrt góða hluti um hann og mér fannst áhugavert að vera í þjálfun hjá einkaþjálfara sem er menntaður sjúkraþjálfari og TPI þjálfari. Þjálfunin er vel skipulögð og einstaklingsmiðuð. Ég hef bætt styrk, sprengikraft og liðleika og áhugi minn á líkamlegu atgervi hefur einnig aukist. Ég er á öðrum vetri með Bjarna og við sjáum enn bætingu í hverjum mánuði. Æfingarnar með Bjarna eru mun fjölbreyttari en ef ég væri að æfa á eigin vegum. Hann tímasetur allar bætingar með þeim hætti að ég á inni fyrir þeim. Að lokum er hann mjög hvetjandi á heilbrigðan hátt. Ég mæli með fyrir alla sem er annt um íþróttina og vilja bæta sinn leik og ekki síst þá sem vilja endast í íþróttinni að heyra í Bjarna. Mér finnst ég vera að fá tvöfaldan ávinning, betra golf, betri líðan.

 

Ari Már Arason - fgj 12,8 - árg 1981

Heyrðu þetta er bara frábært já vonandi hefur maður bætt sig eitthvað kemur betur í ljós þegar maður fer undir 10 í sumar ;)

Enginn spurning að allir kylfingar hafa gott af þessu sama hver forgjöfin er. Mjög flott uppsetning!

 

Egill Már Egilsson fgj 12 - árg 1988

Mér fannst það persónulega frábært að vera í Golfstyrk í vetur, ég fann mig loksins í rétta umhverfinu eftir að hafa reynt að koma mér af stað í venjulegu ræktar umhverfi í mörg ár. Að auki góður félagsskapur og hvetjandi að mæta í hvern tíma.

Ég hef klárlega bætt mig í vetur, finn fyrir meiri styrk og jafnvægi í líkamanum auk liðleika, finn fyrir meiri orku og líðan mikil betri. Hlakka til að sjá afraksturinn í sumar.

Mér finnst 100% að allir kylfingar hefðu gott af því að vera í Golfstyrk. Ef þú hefur metnað í að sjá bætingar. Hef sjálfur aðeins misst af 1 tíma frá í des. Sem sýnir að maður fær bæði hvatningu til að mæta og sjálfur staðráðinn að sjá bætingar.

Fjölbreytileikinn og skemmtilegar æfingar það besta við tímana. Gaman að halda utan um bætingar í bókinni hans Bjarna sem er hvetjandi og lætur mann hlakka til að mæta.

Svo er snilld að fá að taka þátt í stack æfingar kerfinu þar sem ég er að vinna í kylfuhraðanum (en skemmtilegast er að vinna Bjarna í chip og pútt keppnunum undir lok æfingar).

 

Benedikt Aron Guðnason (pabbagolf) - fgj 15 - árg 1991

Mér fannst æðislegt að vera í Golfstyrk í vetur! Að vera í hóp þar sem allir eru með sama markmið er svo ótrúlega hvetjandi. Ekki bara er maður að styrkjast líkamlega, sem skilar sér í golfinu, heldur styrkist maður líka félagslega. Það er svo sterk liðsheild sem hefur myndast í gegnum Golfstyrkinn og Bjarni heldur ótrúlega vel utan um mann. Það er mjög gaman að vera í Golfstyrknum.

Ég finn áþreyfanlegan mun á mér eftir veturinn. Ég er orðinn sterkari og lengri. Ég fór úr ca. 104mph meðal kylfuhraða í 113mph meðal kylfuhraða sem er ótrúleg bæting á stuttum tíma.

Nú þegar maður hefur prófað þetta er ákvörðunin no brainer að vera í Golfstyrknum. Já. Þú græðir bara á því að taka þátt. Þetta er fjárfesting sem þú sérð ekki eftir!

Bjarni setur námskeiðið upp þannig að þú þarft aldrei að giska. Þú sérð hvaða æfing er næst og hann sýnir þér hvernig þú átt að framkvæma æfinguna og leiðbeinir manni.

 

Einar Pétur Eiríksson - fgj 13,9 - árg 1985

Ég er mjög ánægður með golfstyrkinn, ég hef tvímælalaust bætt mig. Æfingarnar eru frábrugðnar þeim æfingum sem maður hefur stundað áður, miðast allar við það að bæta styrk í sveiflunni. Ýmsir vöðvar sem hafa látið vita af sér sem maður vissi hreinlega ekki að væru til staðar. Einnig hefur liðleikinn batnað til muna, hef verið með verki í baki í mörg ár, en hann hefur minnkað til muna.

Held að kylfingar á öllum getustigum hefðu gott af því að fara í golfstyrk.

Er líka ánægður með uppsetninguna, hnitmiðaðar æfingar, ekki of margar og auðvelt að taka nokkra hringi.

 

Björn Viktor Viktorsson - fgj +0,5 - árg 2003 

Mér fannst mjög gott að vera í golfstyrk í vetur, töluvert skynsamlegra að mínu mati að vera í golf-sértækum styrktaræfingum. Ég held að ég hafi klárlega bætt mig, sýndi sig í stack tölunum og hopptestinu, hlakka til að sjá þetta koma í sveifluna í sumar.

Allir þurfa að vera í einhvers konar þjálfun og kylfingar ættu klárlega að nýta sér það að tengja styrktarþjálfun sína við áhugamálin sín, eins og hægt er að gera í Golfstyrk.

Það er snilld að geta komið í opnu tímana og hitt nýtt fólk, var líka mjög ánægður með 6:30 tímasetninguna!

 

Ívar Orri Kristinsson - fgj 6,5 - árg 2000

Golfstyrkurinn er búinn að hjálpa mér mikið í vetur og hef bætt mig töluvert í sveifluhraða og styrk. Allir golfarar hefðu gott af því að vera í golfstyrk til að halda líkamanum við álagi. Það var frábært að mæta á morgnana eða í hádeginu og hitta fólk með sama markmið og maður sjálfur – að vera betri í golfi.