Um Golfstöðina

Tveir golfhermar með sjálfsafgreiðslukerfi opnuðu í Glæsibæ haustið 2021. Vorið 2024 stækkaði aðstaðan og við hana bættist líkamsrækt og sjúkraþjálfun fyrir golfara. Nú er stöðin orðin miðstöð golfara sem vilja bæta alla þætti golfsins. 

Stundataflan er full af hóptímum og flestir golfarar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Golfstöðin er orðin miklu meira en golfhermastöð, hún er orðin hálfgerð félagsmiðstöð og samfélag fólks með sameiginlegan metnað fyrir líkamsrækt og framförum í golfi.

Stofnandinn er Bjarni Már Ólafsson, sjúkraþjálfari, og golfstyrktarþjálfari sem hafði unnið í níu ár við þjálfun í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu áður en hann fór alfarið yfir í Golfstöðina sumarið 2024. Hann er með TPI golfstyrktarþjálfaragráðu og forfallinn golfgrúskari. Hann sérhæfir sig í sjúkraþjálfun og þjálfun golfara með áherslu á virka þjálfun frekar en passíva bekkjameðferð.