Áskriftir

 

Golfstöðin er algjörlega sér á báti þegar kemur að fjölbreyttum og veglegum áskriftarleiðum. Við leggjum uppúr því að vera æfingastöð þar sem þú færð alla bestu og mikilvægustu þættina fyrir golfið. Líkamsrækt, golfhermar, félagsskapur og hámenntaðir starfsmenn sem hjálpa þér við að ná markmiðum þínum. Skoðaðu áskriftarleiðirnar hér að neðan og veldu hvað hentar þér best. 

 


 

Æfingaaðild - 19.900kr á mánuði

Áskrift að golfhermum. Hugsuð fyrir einstaklinga en það má alveg bjóða gestum með sér í herminn ef þú vilt félagsskap. Með æfingaaðild mátt þú bóka golfhermi í 1 klukkustund, alla daga mánaðarins. Ef þú vilt af og til bóka herminn lengur þá færðu auka klukkutíma á 4000kr (30% afsláttur). 

 

Skrá mig í Æfingaaðild

 


 

Golfstyrkur 3x í viku - 25.000kr á mánuði

Golfstyrkur 2x í viku - 20.000kr á mánuði

Golfstyrkur er hópur fyrir golfara sem vilja vinna í öllum líkamlegum þáttum sem við koma golfinu. Styrktaræfingar, þol, liðleiki, meiðslaforvarnir og sprengikraftur í skemmtilegri blöndu. Æfingarnar eru þróaðar í kringum TPI greiningarkerfið og mælingar og persónulegar bætingar eru alltaf hvatinn í æfingunum. Þetta kerfi hentar golfurum á öllum getustigum vegna þess að æfingarnar eru skalanlegar eftir getustigi hvers og eins.

Æfingatímar eru settir niður til að henta sem flestum og það má velja sér 2-3 tíma vikunnar til að mæta í eftir hentugleika. Æfingatíminn er alltaf 1 klst en æfingin getur tekið 30-60 mínútur þannig að þú mátt mæta kl 12:30 í hádegistímann ef þannig stendur á! Svo er ekkert mál þó þú stefnir yfirleitt á að mæta í 8 tímann t.d. að þú mætir í hádeginu einn daginn ef það hentar betur. 

 

Skrá mig í Golfstyrk 3x í viku

Skrá mig í Golfstyrk 2x í viku

 


 

Golfstyrkur 3x í viku + æfingaaðild - 35.000kr á mánuði

Golfstyrkur 2x í viku + æfingaaðild - 30.000kr á mánuði

Hér blandarðu saman öllu því besta og sinnir líkamsræktinni og golfæfingunum á sama staðnum. Tvær flugur í einu höggi. Þið skiljið hvert við erum að fara með þetta. Æfingaaðildin í golfhermana bætist semsagt við golfstyrkinn fyrir 10.000kr á mánuði!

 

Skrá mig í Golfstyrk 3x í viku + æfingaaðild

Skrá mig í Golfstyrk 2x í viku + æfingaaðild

 


 

Golfstyrkur í fjarþjálfun -  15.000kr á mánuði

Þetta er fyrir þá sem vilja fá æfingu dagsins til að gera hvar sem er. T.d. þá sem búa úti á landi eða hentar betur að fara í aðra líkamsræktarstöð en vilja samt stunda skynsamlega styrktarþjálfun sem hentar kylfingum. Æfingarnar koma með myndbandsútskýringum svo þú vitir nákvæmlega hvernig á að framkvæma æfingarnar. 

 

Skrá mig í Golfstyrk 3x í viku + æfingaaðild

 


 

Golfstyrkur, einstaklingsmiðuð fjarþjálfun - 40.000kr á mánuði, 90.000kr 3 mánuðir

Þetta er virkilega persónuleg fjarþjálfun sem virkar þannig að þú tekur TPI mælingu í upphafi, og lok tímabils og æfingarnar eru allar settar upp fyrir þig og út frá þínum mælingarniðurstöðum. Þjálfari fylgir þér þétt eftir, hvetur þig og styður í gegnum tímabilið og aðlagar æfingarnar hvenær sem er á tímabilinu ef þörf krefur. Reglulegt spjall við þjálfara í síma eða skilaboðum og það er fylgst vel með því hvernig þú stundar æfingarnar og gerð krafa á góða ástundun.

 

Hafa samband vegna persónulegrar fjarþjálfunar